Bókasýningin í Frankfurt

Útkallsfólkið var á Bókasýningunni í Frankfurt í október. Hápunkturinn var þegar Sigurður Guðmundsson, háseti af Goðafossi, hitti Horst Koske, loftskeytamann kafbátsins sem skaut skipið niður. Varla þurr hvarmur í salnum – atburðurinn vakti mikla athygli í Þýskalandi og víðar. ARD – stærsta sjónvarpsstöð Þjóðverja auglýsti “endurfundinn” sem einn af hápunktum sýningarinnar sem 300 þúsund manns heimsóttu.

2017-11-14T16:30:26+00:00 13. nóvember, 2012|