Í tilefni af því að 25. Útkallsbókin kemur nú út komu flugstjórarnir þrír – eins konar guðfeður Útkalls – í heimsókn í útgáfuhófið, þeir Páll Halldórsson, fyrrum yfirflugstjóri, Benóný Ásgrímsson og Bogi Agnarsson. Einnig kom Auðunn Kristinsson, fyrrum sigmaður. Fjöldi fólks kom í hófið sem haldið var í Gunnarshúsi (Gunnar Gunnarsson skáld) – söguhetjur úr nýju bókinni og aðstandendur þeirra. Sýnt var kynningarmyndband um Útkall í tilfefni af því að til stendur að framleiða efni fyrir sjónvarp úr Útkallsbókunum.