Project Description

Útkall - Kraftaverk undir jökli

Útkall

Kraftaverk undir jökli

Höfundur: Óttar Sveinsson
Útgáfurár: 2016

Bók númer: 23

Undir Svörtuloftum á aðventu 2001 +++
,,Svanborg frá Ólafsvík kastast af ógnarafli utan í klettana á Snæfellsnesi.”
,,Örmagna heldur einn skipbrotsmanna sér dauðahaldi á brúarþakinu svo klukkustundum skiptir.”
,,TF-LÍF bilar. Varnarliðsþyrla kemur á vetvang – sigmaður leggur sig í bráða lífshættu.”
Á Hofsjökli í febrúar 2006 +++
,,Toyota Hilux heppi með tveimur mönnum hrapar 30 metra niður í hyldýpissprungu”
,,Bíllinn fleygast á milli ísveggjanna og verður aðeins um metri á hæð”
,,Inni í flakinu eru vinirnir Jónas Atli og Tómas Ýmir. Hér er barist upp á líf og dauða”

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa 23 ár í röð verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga. Bækur sem lesendur leggja ekki frá sér fyrr en að lestri loknum. Óttari tekst á einstakan hátt að skapa mikla spennu í sögum sínum úr íslenskum raunveruleika. Einlægar frásagnir þeirra sem lenda í raununum, aðstandenda þeirra og björgunarfólks láta engan ósnortinn.