Project Description

Útkall
Þyrluna strax!
Höfundur: Óttar Sveinsson
Útgáfurár: 2007
Bók númer: 14
Langerfiðasta útkall sem þaulreynd áhöfn TF-LÍF hefur lent í var rétt sunnan við Sandgerði 19. desember 2006 þegar 7 aðframkomnum Dönum af varðskipinu Triton var bjargað með ævintýralegum hætti úr allt að átta metra háum öldum.
Mennina rak upp á sker, síðan kom risaalda og barði þá burt. Brimið kaffærði þá – þeir fóru marga metra niður í kolsvart djúpið og vissu ekki hvað snéri upp eða niður. Áhöfn TF-LÍF lýsir einstaklega flókinni björgun þar sem menn hugleiddu hvort verkefnið væri yfirleitt framkvæmanlegt.